Amazon kaupir ellefu flugvélar

Jeff Bezos er stofnandi og eigandi Amazon.
Jeff Bezos er stofnandi og eigandi Amazon. AFP

Netverslunin og tæknirisinn Amazon greindi frá því fyrr í dag að fyrirtækið muni kaupa ellefu Boeing 767-300-vélar frá flugfélögunum Delta og WestJet. Er markmiðið með þessu að auka við flutningagetu fyrirtækisins. 

Að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu er stefnt að því auka verulega við flutningagetu Amazon á næstu tveimur árum. Þannig geti ellefu flugvélar til viðbótar nýst félaginu gríðarlega vel til að takast á við komandi áskoranir. 

„Við erum með vélar á leigu og svo í okkar eigu sem hluta af flotanum. Með því að bæta þessum vélum við erum við að auka verulega við getu okkar til að koma vörum til viðskiptavina með miklum hraði,“ er haft eftir Sarah Rhoads, stjórnanda hjá flutningadeild Amazon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK