Twitter festir kaup á íslensku fyrirtæki

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno. mbl.is/Golli

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur fest kaup á tækni- og vefhönnunarfyrirtækinu Ueno. Síðarnefnda fyrirtækið var áður í eigu Haraldar Þorleifssonar, en hann stofnaði það árið 2014. Uneo sérhæfir sig í því að skapa vörumerki, vörur og markaðsherferðir fyrir fyrirtæki.

Framkvæmdastjóri stafrænna miðla hjá Twitter, Dantley Davis, greinir frá kaupunum á Twitter-síðu sinni. Þá hefur Haraldur sömuleiðis staðfest eigendaskiptin á sama miðli.

Kaupverðið hlaupi á milljörðum

Meðal viðskiptavina Uneo eru t.d. Google, Samsung, Facebook og Uber. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög hraður síðustu ár, en tekjur Uneo árið 2018 námu tæpum tveimur milljörðum króna. Þá voru starfsmenn þess orðnir 60 talsins árið 2019. Gera má ráð fyrir að fyrirtækið hafi haldið áfram að stækka síðustu mánuði og ár. 

Ráðgert er að um milljarða króna sölu sé að ræða. Haraldur setti fyrirtækið á laggirnar einn síns liðs árið 2014, en þá var hann einungis með litla íbúð í miðborginni. Frá þeim tíma hefur margt breyst, en skrifstofur Ueno eru nú í nokkrum borgum, þar á meðal New York og Los Angeles. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK