Kaupa allt hlutafé Protis

Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Náttúrusmiðjunnar.
Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Náttúrusmiðjunnar.

Framleiðslufyrirtækið Vilko ehf. á Blönduósi og Náttúrusmiðjan ehf – ICEHERBS hafa keypt sameiginlega allt hlutafé í íslenska líftæknifyrirtækinu Protis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi.

„Margra ára rannsóknar- og þróunarvinna er að baki fæðubótarefnum Protis. Tegundirnar Protis-liðir og Protis-kollagen eru mest seldu vörur fyrirtækisins. 

Framtíðarsýn nýrra eigenda felur í sér að breikka vörulínu Protis og viðhalda núverandi gæðastimpli. Í tengslum við viðskiptin verður Kaupfélag Skagfirðinga fimmtungshluthafi í Vilko ehf., en eitt af markmiðum viðskiptanna er að auka samstarf milli aðila,“ segir í tilkynningu. 

Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.

Vilko var stofnað 1969 og hefur staðið að framleiðslu á eigin vörumerki sem aðallega hafa verið bökunarvörur og súpur. Vilko á einnig vörumerkið Prima sem framleiðir krydd. Vilko hóf að framleiða náttúruleg bætiefni í hylkjum fyrir Náttúrusmiðjuna ehf. árið 2012, sem þróar og selur náttúrulegu bætiefnalínuna ICEHERBS.

Vörumerkið ICEHERBS þróar og framleiðir náttúruleg bætiefni hér á landi. Vörumerkið er í eigu Náttúrusmiðjunnar.

Protis ehf. sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski, eða svokölluðu IceProtein® og afurðum sem innihalda IceProtein®. Hlutverk fyrirtækisins er að skapa verðmæti með því að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK