Kínverskur vatnskóngur ríkari en Buffett

Zhong Shanshan.
Zhong Shanshan.

Kínverski milljarðamæringurinn Zhong Shanshan er nú orðinn ríkari en ofurfjárfestirinn og stofnandi Berkshire Hathaway, Warren Buffett. Shanshan er stofnandi Nongfu Spring, sem er langstærsti drykkjaframleiðandi Kína. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg. 

Fyrirtækið er jafnframt stærsti vatnsframleiðandinn þar í landi og byggir starfsemin fyrst og fremst á því. Vel hefur gengið hjá Nongfu Spring og var árið 2020 þar engin undantekning. Frá ársbyrjun síðasta árs hefur auður Shanshan aukist um 13,5 milljarða dala. 

Hann er nú orðinn ríkasti maður Asíu og sjötti ríkasti maður heims. Eru verðmæti hans metin á 91,7 milljarða dala, sem er umtalsvert meira en verðmæti Warren Buffetts. Þetta er einungis í annað skipti sem Kínverji kemst inn á lista yfir tíu ríkustu einstaklinga heims,. 

Gengi hlutabréfa Nongfu Spring hafa hækkað um 18% fyrstu viðskiptadaga ársins 2021. Frá því fyrirtækið var skráð á markað í september í fyrra hefur gengið hækkað um 200%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK