Strengur með 45,22% í Skeljungi

Árni Pétur Jónsson forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson forstjóri Skeljungs.

Mikil viðskipti urðu með bréf í olíufélaginu Skeljungi í gær og hækkuðu bréfin um 7,57% í rúmlega 3,3 milljarða króna viðskiptum. Var gengi bréfanna í lok gærdagsins 9,8 krónur hver hlutur. Seint í gærkvöldi sendi félagið tilkynningu til Kauphallar þar sem viðskiptin voru útskýrð. Þar kom fram að Strengur Holding ehf., næststærsti hluthafi Skeljungs samkvæmt hluthafaskrá, hafi framselt alla 234.716.588 hluti sína í félaginu til stærsta hluthafans, dótturfélags síns, Strengs hf.

Til viðbótar keypti Strengur 90.630.318 hluti á markaði í þremur kaupum.

Þann 5. janúar 2021 var tilkynnt um niðurstöðu yfirtökutilboðs Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf., þar sem m.a. kemur fram að hluthafar sem áttu samtals 50.744.588 hluti í Skeljungi hf. hafi tekið tilboðinu, eða eigendur 2,56% bréfa félagsins.

Eftir viðskipti síðustu tveggja daga fer Strengur hf. nú með atkvæðisrétt yfir samtals 875.491.194 hlutum í Skeljungi hf, eða sem nemur 45,22% atkvæða að frádregnum eigin hlutum félagsins m.v. hluthafalista 6. janúar 2021. Eigin hlutir félagsins svara til 2,5% af bréfum í Skeljungi.

Gengið hefur hækkað í dag

Viðskipti hafa verið þó nokkur með Skeljung í dag og hefur gengið hækkað um  3,57% þegar þetta er skrifað, í 33 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins er 10,15.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK