Íslandsbanki opnar útibú sín

Fólk bíður í röð fyrir utan Íslandsbanka. Mynd úr safni.
Fólk bíður í röð fyrir utan Íslandsbanka. Mynd úr safni. mbl.is/Hallur Már

Íslandsbanki opnar útibú bankans 13.janúar næstkomandi samhliða fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni. Viðskiptavinir eru hvattir til að bóka sér tíma á vef bankans fyrir ráðgjöf og nýta áfram stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.

Greint er frá þessu í tilkynningu.

Við opnun útibúa verður haldin sérstök fræðsluröð um stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini sem vilja kynna sér þær betur, fundur á Teams 19. janúar þar sem farið verður yfir app bankans og 14. janúar verður sérstök kennsla í útibúum.

Minnt er á að áfram verður gætt að öllum sóttvörnum með grímuskyldu og tveggja metra reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK