Greiða starfsfólki sem fer í bólusetningu

Dollar General.
Dollar General.

Lágvöruverslunin Dollar General hefur greint frá því að starfsmönnum keðjunnar verði greitt fyrir að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Þannig vill fyrirtækið tryggja að starfsmenn verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vilji þeir fara úr vinnu til að ljúka við bólusetningu.

Starfsmenn fá greitt fyrir fjögurra klukkustunda vinnu ákveði þeir að fara í bólusetningu. Með þessu eru vonir bundnar við að allar hindranir séu úr vegi, þar á meðal ferðakostnaður og vinnutap. 

„Við erum ekki með apótek eða aðra aðstöðu á okkar vegum þar sem fólk gæti látið bólusetja sig. Við viljum að sama skapi ekki koma fólki í þá stöðu að þurfa að velja milli þess að mæta í vinnuna og fá sinn skammt af bóluefninu,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Washington Post. 

Alls starfa um 157 þúsund starfsmenn hjá Dollar General. Flestar verslanir fyrirtækisins eru staðsettar utan við stórborgir og á fámennari svæðum. Langflestir starfsmenn Dollar General flokkast sem framlínustarfsmenn og eru því í forgangi í bólusetningu. 

Bólusetningar eru farnar af stað af miklum krafti í Bandaríkjunum.
Bólusetningar eru farnar af stað af miklum krafti í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK