SAS kært fyrir að endurgreiða ekki fargjöld

SAS hefur verið kært til lögreglu fyrir að hafa ekki …
SAS hefur verið kært til lögreglu fyrir að hafa ekki sinnt endurgreiðslu fargjalda eins og félaginu var skylt að gera. AFP

Yfirvöld samgöngumála í Danmörku hafa kært flugfélagið SAS til lögreglu fyrir að endurgreiða ekki fargjöld vegna ferða sem féllu niður sökum kórónuveirufaraldursins.

Í tilkynningu á vef Trafik-, Bygge- og Boligstyrelsen segir að stofnunin hafi 13. október 2020 skipað 12 flugfélögum að endurgreiða fargjöld vegna flugmiða sem voru ónotaðir sökum faraldursins. Það var síðan í desember að Aegean Airlines, Air France, Brussels Airlines, easyJet, KLM, Norwegian, Ryanair, TAP Portugal, Thai Airways og Vueling voru kærð til lögreglu fyrir að hafa ekki orðið við skipuninni.

Afstöðu til kæru á hendur SAS og Lufthansa í desember var frestað þar sem félögin fengu frest til að gera grein fyrir sínum málum til 10. janúar þessa árs. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem bárust dönskum samgönguyfirvöldum var ákveðið að kæra SAS. Hins vegar hefur ekki verið talin ástæða til að kæra Lufthansa á grundvelli greinargerð þess félags, en við ákvarðanatöku vegur þyngst hvort hafi tekist að standa við útgefinna fresti við endurgreiðslu.

Það er nú undir ákæruvaldsins í Danmörku að meta niðurstöðu stofnunarinnar og hvort ástæða sé til að ákæra SAS, segir í tilkynningunni.

„Flugfélögin eru og hafa orðið fyrir miklum áhrifum af höftum vegna COVID-19. Þrátt fyrir þetta er mat stofnunarinnar að fyrirtækin eigi að setja í forgang að endurgreiða ónotaða flugmiða. Á þessari stundu hefur meirihluti farþega fengið peninga sína til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK