Upptökuver eru í pípunum

Á Vatnajökli. True North við upp-tökur á The Tomorrow War.
Á Vatnajökli. True North við upp-tökur á The Tomorrow War. Ljósmynd/Þór Kjartansson

Leifur Björn Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North, segir innlenda verktaka og alþjóðlega fjárfesta hafa lýst yfir áhuga á að reisa kvikmyndaver á Íslandi.

Leifur segir slíka uppbyggingu geta skilað sér margfalt til baka. Raunhæft sé að stórauka tekjur þjóðarinnar af kvikmyndagerð með því að geta fulltekið myndir hér. Síðustu ár hafi kvikmyndaverin valið að gera myndir í öðrum löndum, eftir að athugun benti til að ekki væri hægt að framleiða efnið hér.

Leifur lýsir í samtali í ViðskiptaMogganum uppgangi dótturfélags True Norths í Noregi en það velti tveimur milljörðum í fyrra.

Það er ekki síst að þakka samstarfi við Tom Cruise um upptökur á Mission Impossible 7 í Noregi með 500 manna tökuliði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK