Áhyggjur af umsvifum banka

Samkeppniseftirlitið hefur orðið vart við áhyggjur.
Samkeppniseftirlitið hefur orðið vart við áhyggjur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkeppniseftirlitið hefur í vaxandi mæli orðið vart við áhyggjur af samkeppnisaðstæðum í ferðaþjónustu. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE, í svari við skriflegri fyrirspurn í Morgunblaðinu í dag.

Umrædd fyrirspurn var send vegna samtals Morgunblaðsins við aðila í ferðaskrifstofurekstri sem telja Icelandair Group skekkja samkeppnisaðstæður. Páll segir að SKE hafi ekki borist formlegar kvartanir um slíkt. Hann bendir þó á að SKE hafi lagt áherslu á, í umsögn sinni um ríkisaðstoð við Icelandair, að lánalínan yrði ekki notuð í annað en flugrekstur, ef af henni yrði. Icelandair Group stæði í margvíslegum öðrum rekstri, meðal annars ferðaþjónusturekstri, og því gætu keppinautar Icelandair á þeim markaði, sem ekki njóta sömu fyrirgreiðslu, beðið skaða.

Páll segir jafnframt að SKE hafi orðið vart við áhyggjur af aukinni þátttöku banka í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, sem leiðir af versnandi rekstri. Þá sé einnig ljóst að vaxandi samþjöppunar gæti. SKE fylgist með slíkum ábendingum og metur þörf á aðgerðum. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK