Hrannar ráðinn til 1xINTERNET

Hrannar Ásgrímsson.
Hrannar Ásgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Hrannar Ásgrímsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra hjá 1xINTERNET á Íslandi. Hrannar, sem er með víðtæka reynslu úr tækni- og fjármálageiranum í verkefnastýringu, kemur til 1xINTERNET frá Creditinfo þar sem hann starfaði sem verkefna- og vörustjóri. 

Þar áður starfaði Hrannar m.a. hjá CoreMotif, LS Retail og Símanum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Arnar Þór Sigurðarson, framkvæmdastjóri 1xINTERNET á Íslandi, segist ánægður með að fá Hrannar í hópinn. „Það er alltaf gott að fá reynt fólk eins og Hrannar í sitt lið, reynsla hans í að stýra flóknum hugbúnaðarverkefnum á eftir að reynast viðskiptavinum okkar á Íslandi mjög vel.“

1xINTERNET er svo­kallað Drupal-vef­fyr­ir­tæki sem dreg­ur nafn sitt af hug­búnaðinum sem notaður er til þess að hanna heimasíður, vef­versl­an­ir og aðrar net­lausn­ir fyr­ir viðskipta­vini. Það hefur unnið með fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana undanfarin ár, má þar meðal annars nefna Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Mikluborg, Pennann/Eymundsson, Hugverkastofu og Eldum rétt. Helstu viðskiptavinir 1xINTERNET erlendis eru meðal annars Unity Technologies, Jägermeister, EFTA og Nestlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK