Starfsleyfi TM hf. afturkallað

mbl.is/​Hari

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) afturkallaði starfsleyfi TM hf. til að stunda vátryggingastarfsemi skv. lögum um vátryggingastarfsemi 27. janúar, eftir að félagið hafði tilkynnt stofnuninni um afsal sitt á starfsleyfinu.

Var það gert í samræmi við fyrirætlan félagsins um að færa vátryggingastarfsemi samstæðunnar til TM trygginga hf., að því er segir á vef Seðlabanka Íslands. 

Þá segir að 1. janúar sl. hafi vátryggingastarfsemi TM hf. verið færð til TM trygginga hf., en þar á meðal hafi verið vátryggingastofn TM hf.

„Við yfirfærslu vátryggingastofnsins yfirtóku TM tryggingar hf. öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgdu, m.a. gagnvart viðskiptavinum, vátryggðum og tjónþolum. Afturköllunin hefur því ekki áhrif á viðskiptavini TM hf.,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK