Bréf í GameStop hríðlækka

Fyrirtækið GameStop.
Fyrirtækið GameStop. AFP

Gengi hlutabréfa í tölvuleikjaverslunarfyrirtækinu GameStop lækkuðu um 65% þegar Wall Street opnaði í dag. Mik­il átök hafa átt sér stað und­an­farið á milli al­mennra fjár­festa og aðila á Wall Street, en stórir vog­un­ar­sjóðir höfðu veðjað millj­örðum bandaríkjadala á að hluta­bréf í GameStop myndu lækka.

Þeir hafa aft­ur á móti tapað háum fjár­hæðum eft­ir að áhuga­menn sem skipt­ast á ábend­ing­um á sam­fé­lags­miðlum á borð við Reddit ýttu verðinu á hluta­bréf­un­um upp um yfir 700% á einni viku. Nú virðast þær sviptingar sem urðu með umræðum á samfélagsmiðlum hafa misst meðbyr sinn. 

Verð á hlut í GameStop varð mest 482 dalir síðasta fimmtudag. Skömmu eftir að kauphallir opnuðu í dag var hluturinn kominn niður í 80 dali, en hann hækkaði síðan aftur í 117 dali um miðjan dag.

Þegar kauphallir lokuðu vestanhafs klukkan 21 að íslenskum tíma í kvöld var hluturinn í 90 dölum.

Fyrir ári síðan var verð á hlut í fyrirtækinu, sem er 37 ára og áformar að loka 450 verslunum á þessu ári, 3,25 dollarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK