Forstjórinn varar starfsfólk við

Boeing 737 MAX-8 farþegaþota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines.
Boeing 737 MAX-8 farþegaþota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines. AFP

Doug Parker, forstjóri bandaríska flugfélagsins American Airlines, hefur varað starfsfólk fyrirtækisins við því að fram undan séu uppsagnir. Segist hann eiga von á því að of margir starfsmenn verði á launaskrá flugfélagsins þegar fjárhagsleg aðstoð ríkisins stöðvast 1. apríl nk. 

American Airlines er á meðal bandarískra flugfélaga sem hafa fengið talsverðar fjárhæðir frá ríkinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þannig hefur fyrirtækinu jafnframt tekist að halda starfsfólki á launaskrá, út marsmánuð hið minnsta. 

„Það sem við höfðum vonast til að myndi gerast er einfaldlega ekki að gerast. Við vorum að vona að 1. apríl yrði eftirspurnin nægilega mikil til að ekki þyrfti að segja neinum upp,“ var haft eftir Parker á starfsmannafundi á dögunum. 

Nú þegar hefur félagið sent út uppsagnarviðvaranir til 14 þúsund starfsmanna. Sama hefur verið upp á teningnum hjá öðrum flugfélunum vestanhafs, sem skera hafa þurft niður vegna takmarkaðrar eftirspurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK