Ríkið fái yfir 100 milljarða

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að tala um að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Líklega þó í júní en þetta skýrist á næstu vikum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sölu á 25-35% hlut ríkisins í Íslandsbanka.

„Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun.“

Fram kom á opnum netfundi með Bjarna að hann telji æskilegt að hægt verði að kaupa hlut fyrir nokkra tugi þúsunda, en lágmarksverð í útboði Icelandair var 250 þúsund.

Hann segir aðspurður í Morgunblaðinu í dag að Bankasýsla ríkisins muni skoða þessa hlið málsins. Lægri þröskuldar muni auka almenna þátttöku í útboðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK