Verslunum Geysis lokað og starfsfólki sagt upp

Úr verslun Geysis í Kringlunni.
Úr verslun Geysis í Kringlunni.

Verslunum Geysis hefur verið lokað og starfsfólki verið sagt upp störfum, samkvæmt heimildum mbl.is.

mbl.is hefur án árangurs reynt að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping, sem verslanir Geysis heyra undir. 

Í Viðskiptamogganum í byrjun desember kom fram að kórónuveirufaraldurinn hefði haft mikil áhrif á verslanaveldið sem kennt er við Geysi. Það rek­ur versl­an­ir og mat­sölustað í Hauka­dal auk versl­ana af fjöl­breytt­um toga í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri, m.a. und­ir nafni Geys­is en einnig Jóla­húsið í Reykja­vík og minja­gripa­versl­an­ir.

Starf­sem­in í Hauka­dal er rek­in und­ir rekstr­ar­fé­lag­inu Geys­ir Shops ehf. en aðrar versl­an­ir á snær­um fé­lags­ins EJ eign­ar­halds­fé­lags ehf. eru rekn­ar und­ir hatti Arctic Shopp­ing ehf.

Í skýrslu stjórn­ar sem fylg­ir árs­reikn­ing­um fé­lag­anna fyr­ir árið 2019 er fjallað um áhrif far­ald­urs­ins og þar ít­rekað að hrun í komu ferðamanna hafi haft al­var­leg áhrif á starf­sem­ina. Starfs­fólki hafi fækkað og að sótt­ur hafi verið stuðning­ur í aðgerðapakka rík­is­sjóðs, auk þess sem fé­lög­in eiga í viðræðum við viðskipta­banka sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK