Krafa UST í þrotabú WOW ekki fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur mun ekki taka málið fyrir.
Hæstiréttur mun ekki taka málið fyrir. mbl.is/Hari

Hæstiréttur hefur hafnað að taka fyrir mál Umhverfisstofnunar (UST) gegn þrotabúi WOW air, en Landsréttur hafði áður staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur í málinu þar sem hafnað var þeirri kröfu UST að þrota­bú Wow air yrði gert að skila stofn­un­inni sam­tals 516 los­un­ar­heim­ild­um inn í ETS-skrán­ing­ar­kerfi með los­un­ar­heim­ild­ir sem eru í um­sjón UST. 

Heim­ild­irn­ar voru í vörsl­um þrota­bús­ins en voru svo seld­ar með samn­ing í apríl 2019 til CFP Energy Lim­ited. Í úr­sk­urði Lands­rétt­ar seg­ir m.a. að óum­deilt sé að rétt­ind­in séu ekki leng­ur í vörsl­um þrota­bús­ins.

Um­hverf­is­stofn­un krafðist viður­kenn­ing­ar á til­tek­inni stöðu rétt­ind­anna í skuldaröð við gjaldþrota­skipti, þ.e. að um sér­töku­kröfu væri að ræða, og skila þrota­bús­ins á þeim, en hefði kosið að falla frá kröfu um skil á and­virði rétt­ind­anna. Af því leiddi að ágrein­ingn­um yrði ekki ráðið til lykta á grund­velli 2. mgr. 109 gr. laga um gjaldþrota­skipti, held­ur byggðist mála­til­búnaður Um­hverf­is­stofn­un­ar á 1. mgr. sama laga­ákvæðis. 

Lands­rétt­ur sagði, að ef úr­sk­urður gengi um kröfu stofn­un­ar­inn­ar á þeim grunni yrði þannig kom­ist að niður­stöðu sem ekki væri unnt að full­nægja sam­kvæmt efni sínu. Því var úr­sk­urður­inn staðfest­ur og kröfu UST hafnað.

Hæstiréttur féllst ekki á að kæruefnið varði mikilsverða almannahagsmuni eða hafi slíkt fordæmisgildi að það uppfylli skilyrði um að Hæstiréttur taki málið fyrir. Var beiðninni því hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK