Listi FME yfir háttsett opinber störf birtur

Forseti Íslands og ráðherrar eru meðal þeirra sem eru á …
Forseti Íslands og ráðherrar eru meðal þeirra sem eru á listanum. mbl.is/Arnþór

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt lista yfir starfsheiti þeirra sem teljast til háttsettra opinberra starfa, en viðkomandi starfsmenn, nánasta fjölskylda og nánir samstarfsmenn eru taldir vera einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Tilkynningarskyldum aðilum, eins og lánastofnunum, lífeyrissjóðum, verðbréfafyrirtækjum, kauphöllum og vátryggingafélögum ber að hafa kerfi og ferla til að meta hvort viðskiptavinir séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, en við þær aðstæður skal framkvæmd aukin áreiðanleikakönnun.

Listinn er nú aðgengilegur á vef Fjármálaeftirlitsins.

Listinn hefur verið birtur á vefsíðu Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
Listinn hefur verið birtur á vefsíðu Fjármálaeftirlits Seðlabankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðal þeirra starfsheita sem teljast til háttsettra opinberra starfa eru forseti Íslands og ráðherrar, þingmenn sem hafa tekið sæti á þingi, einstaklingar í stjórnum stjórnmálaflokka, Hæstaréttardómarar, Landsréttardómarar og dómarar við sérdómstóla og alþjóðadómstóla. Einnig hæstráðendur hjá Seðlabanka Íslands, sendiherrar og staðgenglar þeirra, fulltrúar í stjórn og framkvæmdastjórar opinberra fyrirtækja og íslenskir fyrirsvarsmenn alþjóðasamtaka eða alþjóðastofnana.

Listinn er birtur í samræmi við reglugerð frá í fyrra varðandi einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK