Framtíðarmöguleikar í skráningu erlendra véla

ADG sinnir nú viðhaldi TF-GOA í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
ADG sinnir nú viðhaldi TF-GOA í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Umtalsverðar tekjur munu myndast á þessu ári af skráningum flugvéla sem ekki eru ætlaðar til notkunar hér á landi. Tekjurnar renna bæði til Samgöngustofu og annarra flugþjónustuaðila, eins og viðhaldsþjónustufyrirtækisins Aero Design Global, ADG.

Fyrirtækið vinnur með Samgöngustofu að skráningunum. Í skriflegu svari frá Samgöngustofu segir að hún telji jákvætt að stuðla að verkefni sem kalli á sérhæfða þjónustu frá íslenskum aðilum og nýti þá sérþekkingu sem fyrir hendi er í landinu. „Stofnunin metur möguleika í framtíðinni með framhald á slíkum verkefnum í samstarfi við íslensk fyrirtæki,“ segir í svarinu.

Von er á a.m.k. fimm flugvélum á íslenska loftfaraskrá á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Ægi Thorberg Jónssyni, framkvæmdastjóra ADG, en fyrsta vélin var skráð nýverið. Ber hún einkennisstafina TF-GOA og er staðsett í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eigandinn er írska fyrirtækið Limpopo Aviation Leasing Limited. Þrjár aðrar Airbus A320-vélar sem ADG sér um viðhaldsstjórnun á eru í Abu Dhabi.

Samgöngustofa segir að kostnaður í tengslum við skráningu á þungu loftfari, með tilheyrandi eftirlitsgjöldum fyrsta árið á skrá, sé af stærðargráðunni 3-4 milljónir króna, háð þyngd loftfarsins. Einnig getur bæst við kostnaður t.d. vegna ferða eftirlitsmanna, samþykkis á viðhaldsáætlunum o.fl., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK