Nýr fundur boðaður í deilu Bláfugls og FÍA

Kjaraviðræður í deilu flugmanna FÍA og Bláfugls halda áfram á …
Kjaraviðræður í deilu flugmanna FÍA og Bláfugls halda áfram á föstudaginn. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Bláfugls, komu saman til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14. Fundinum lauk um fjögurleytið án samnings en nýr fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni á föstudaginn, 5. febrúar, klukkan 10:00.

Ótímabundið verkfall flugmanna FÍA hjá Bláfugli (Bluebird Nordic) hófst á mánudaginn, 1. febrúar kl. 00:01. FÍA telur að ólöglega hafi verið staðið að uppsögnum 11 flugmanna þann 30. desember sl. vegna þess að þá hafi hefðbundnar kjaraviðræður staðið yfir.

Síðan verkfallið hófst hafa verktakar flogið vélum Bláfugls en FÍA telur það vera verkfallsbrot.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir lítið hægt að segja um viðræðurnar á þessari stundu en þær þokist þó áfram. „Stundum er talað um árangurslausa fundi, út af því að þeim lýkur ekki með samningi, en allt eru þetta nauðsynlegar umræður.“

„Alla vega ætlum við að halda áfram og munum hittast aftur á föstudaginn klukkan tíu,“ bætir Aðalsteinn við.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK