Beint: Menntadagur atvinnulífsins

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er á meðal þeirra sem flytja …
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er á meðal þeirra sem flytja erindi. mbl.is/Golli

Menntadagur atvinnulífsins fer fram í áttunda sinn í dag. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Víðir Reynisson lögregluþjónn.

Viðburðurinn hefst klukkan 9.

Þá verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt framúrskarandi fyrirtækjum að vanda.

Þáttastjórnandi er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinu streymi frá viðburðinum:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK