Gera ráð fyrir vatnstjóni í HÍ í afkomuspá

VÍS er tryggingafélag Veitna.
VÍS er tryggingafélag Veitna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vátryggingafélag Íslands tekur tillit til tjóns sem varð á eignum Háskóla Íslands vegna vatnsleka í janúar í afkomuspá sinni fyrir árið 2021 að sögn Erlu Tryggvadóttur, fjárfestingatengils VÍS.

Ekki þótti því ástæða til að gefa út afkomuviðvörun vegna tjónsins sem talið er hlaupa á hundruðum milljóna.

VÍS er tryggingafélag Veitna en mistök við framkvæmdir á vegum Veitna við Suðurgötu urðu til þess að stofnlögn vatns fór í sundur og vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Veitum í kjölfar óhappsins er fyrirtækið með frjálsa ábyrgðartryggingu hjá VÍS. Ekki hefur enn verið skorið úr um bótaábyrgð Veitna.

Ekki liggur fyrir hvað bótaskylda ligggur að svo stöddu en Háskóli Íslands hefur sent tjónatilkynningar til þriggja tryggingafélaga sem tryggi Veitur, SS Verktaka sem voru undirverktakar Veitna við framkvæmdirnar og verkfræðistofunnar Mannvits. 

Veitur eru sem fyrr segir tryggðar hjá VÍS, SS Verktakar hjá Verði og Mannvit hjá TM.

Gera ráð fyrir 2,6 milljarða hagnaði 

Í afkomuspá VÍS er gert ráð fyrir 2,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatt og samsett hlutfall l ársins verði 96,8%. VÍS er skylt að tilkynna ef frávik frá væntum hagnaði ársins er meira en 300 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK