Olíuverð rýkur upp

AFP

Verð á Brent Norðursjávarolíu er nú komið yfir 60 bandaríkjadali tunnan og hefur ekki verið hærra síðan fyrir Covid-19. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir hráolíu sé enn minni en í venjulegu árferði eru vonir um að efnahagsbatinn verði hraðari en áður var talið. 

Verð á olíu hefur hækkað um meira en 50% á örfáum mánuðum eftir að hafa lækkað hratt fyrri hluta síðasta árs. Verð á Brent hráolíu hefur hækkað um 59% síðan í nóvember og verð á bandarískri hráolíu, West Texas Intermediate (WTI), fór yfir 55 bandaríkjadali tunnan í síðustu viku og er það í fyrsta skipti í meira en ár sem það gerist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK