UAK-dagurinn haldinn í raunheimum

Ráðstefnan er sú fyrsta sem er haldin í langan tíma …
Ráðstefnan er sú fyrsta sem er haldin í langan tíma í Hörpu. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði í dag UAK-daginn á vegum Ungra athafnakvenna sem í ár var tileinkaður ungum konum í atvinnulífinu. Ráðstefnan er sú fyrsta sem haldin hefur verið með ráðstefnugestum í Hörpu í langan tíma eða allt frá því samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi hér á landi. 

Settu miðasölu af stað fyrir stuttu 

Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Frá aðgerðum til áhrifa – vertu breytingin“. Upphaflega stóð til að hafa ráðstefnuna stafræna og kveðst Kristjana Björk Barðdal, samskiptastjóri UAK, mjög ánægð með mætinguna þar sem miðasala fór einungis af stað á þriðjudaginn síðastliðinn vegna rýmkaðra samkomutakmarkanna. Um hundrað manns sóttu ráðstefnuna.  

Líflegt um að litast í Hörpu þar sem fyrsta ráðstefnan …
Líflegt um að litast í Hörpu þar sem fyrsta ráðstefnan með ráðstefnugestum í langan tíma var haldin. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Kristjana segir framkvæmdina hafa gengið vonum framar. „Það var magnað hvað þetta gerðist hratt og draumurinn okkar um að halda ráðstefnuna hér og fá gesti var magnaður. Það er allt annað að fá fólk í hús, finna kraftinn, fá endurgjöfina og gefa ráðstefnugestum tækifæri til að hittast og tengjast,“ segir Kristjana í samtali við mbl.is.

Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en í fyrra var ráðstefna UAK einn af síðustu viðburðum sem haldnir voru áður en hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í mars 2020. 

Ráðstefnan var yfirskriftina: Frá aðgerðum til áhrifa - vertu breytingin.
Ráðstefnan var yfirskriftina: Frá aðgerðum til áhrifa - vertu breytingin. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Sem fyrr segir flutti Katrín Jakobsdóttir opnunarávarp ráðstefnunnar. Aðrir fyrirlesarar voru Hrund Gunnsteinsdóttir, Sigríður Margrét Oddsdóttir, Caritta Seppa, Salam Al-Nukta, Sigurlína Ingvarsdóttir og Sigyn Jónsdóttir.

Aktívistinn Emma Holten var einnig með erindi ásamt því að hún og María Bjarnadóttir lögfræðingur ræddu hvernig þær hafa nálgast sama markmið með ólíkum aðferðum. Fundarstjóri var Nadine Guðrún Yaghi.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK