Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hafin

Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hófst í dag, 8. mars.
Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hófst í dag, 8. mars. Mynd/VR

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2021-2023 hófst kl. 9 í dag og lýkur henni kl. 12 næsta föstudag, 12. mars.

Frá þessu er greint á vef VR. Þar kemur fram að atkvæðisrétt í kosningunum hafi allir fullgildir VR-félagar. Á kjörskrá séu einnig eldri félagsmenn (hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50 mánuði af 60 síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára.

Í kosningunum er m.a. kosið á milli tveggja frambjóðenda til formanns VR. Frambjóðendur eru þau Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.

Einnig er kosið um 11 frambjóðendur til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. Sjá nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK