Coca-Cola íhugar að endurvekja dósirnar

Einar Snorri Magnússon, forstjóriCoca-Cola á Íslandi, boðar sókn.
Einar Snorri Magnússon, forstjóriCoca-Cola á Íslandi, boðar sókn. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil endurnýjun er fram undan í verksmiðju Coca-Cola á Íslandi. Síðar á árinu verður skipt um plastblástursvél og áfyllingarvél, hvor tveggja er frá níunda áratugnum, og þá íhugar fyrirtækið að hefja framleiðslu á dósum á ný. Ástæðan er mikil aukning í sölu á dósum.

Spurður hvort Coca-Cola á Íslandi hyggist svara nýjum lífsstílsdrykkjum Ölgerðarinnar, ekki síst Collab, segir Einar Snorri nýja drykki í pípunum. Hins vegar hafi kórónuveirufaraldurinn tafið innleiðingu þeirra.

Coca-Cola á Íslandi er hluti af Coca-Cola European Partners. Einar segir það vekja athygli erlendra samstarfsmanna sinna hversu miklar sveiflur séu í verðlagi á Íslandi. Þá komi þeim miklar launahækkanir spánskt fyrir sjónir.

„Auðvitað er dýrara að framleiða á Íslandi og við erum sem betur fer að borga fólki fín laun. Það kemur kollegum mínum hins vegar á óvart hvernig kjarasamningar virka og að hér skuli farið í brattar launahækkanir á hverju einasta ári sem við verðum einhvern veginn að finna flöt á,“ segir Einar Snorri í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK