Aðeins 6 af 106 í virkni

Af 106 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, voru 6 með virkni á fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Á árinu 2020 voru þessi 6 fyrirtæki með 80 launamenn að jafnaði og virðisaukaskattskylda veltu upp á 442 milljónir. Flest gjaldþrotin eru í byggingastarfsemi og heild- og smásöluverslun. 

Afgreiðsla Hagstofu Íslands er lokuð til fimmtudagsins 15. apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Eingöngu verður boðið upp á rafræna afgreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK