Áhættudreifa með heimildum

Markaðir með losunarheimildir vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru orðnir hluti af hefðbundum fjármálamörkuðum heimsins sem hundruð fjármálafyrirtækja taka virkan þátt í.

Skýringin á auknum áhuga fjárfesta á þessum markaði er að margir reikna með að nýtt markmið ESB, og Íslands, um 55% minnkun losunar feli í sér að losunarheimildum verði fækkað og verðið hækki í samræmi við það. „Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa,“ segir Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum í Hagsjá sem sjá má á heimasíðu bankans. Hann bætir við að horfur fyrir fjárfesta virðist því vera góðar.

Eins og Ari bendir á eru losunarheimildir ekki einungis hagstæðar til að kaupa og geyma heldur henta þær vel til áhættudreifingar.

Í greininni ræðir Ari einnig stöðu Íslands. Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Ari að Íslendingar hafi ekki staðið sig nógu vel í að uppfylla Kyoto-bókunina frá árinu 1997 um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. „Við höfum ekki náð að minnka losun eins mikið og við lofuðum og horfum nú fram á að borga milljarða króna skuld,“ segir Ari í samtali við ViðskiptaMoggann. „Við skuldum fjögur þúsund kílótonn og eina leiðin fyrir okkur til að jafna það er að kaupa losunarheimildir.“

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum.
Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Ari segir að menn hafi mismunandi skoðanir á því hvað kosti að borga þessa skuld, en það fer eftir því hvort menn telji að kaupa þurfi svokallaðar ETS-heimildir eða hvort heimilt sé að nota CER-einingar, sem eru mun ódýrari. „Það er í það minnsta ljóst að þessi markaður með losunarheimildir er farinn að skipta miklu meira máli en hann gerði og markmið stjórnvalda um losun eru orðin alvörumarkmið og farin að tengjast efnahagslífinu meira en verið hefur.“

Ari segir að menn séu farnir að átta sig á að besta leiðin til að draga úr mengun sé að gera hana dýra. „Verðið er í dag farið að bíta meira.“

Spurður hvort hann viti til þess að íslenskar fjármálastofnanir eigi viðskipti með heimildir segir Ari að hann viti ekki til þess en eflaust séu margir farnir að velta því fyrir sér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK