Óbreytt lánshæfi hjá Fitch Ratings

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fitch Rat­ings hef­ur birt nýtt mat á láns­hæfi rík­is­sjóðs þar sem óbreytt A-lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum er staðfest. 

Í tilkynningu Fitch, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í gær, segir að matið endurspegli m.a. mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“- og „AA“-lánshæfiseinkunn.

Neikvæðar horfur endurspegla, sem fyrr, áhrif heimsfaraldursins á hagkerfið og opinber fjármál þar sem halli ríkissjóðs hefur aukist verulega og útlit er fyrir að skuldir hins opinbera hækki hratt á næstu árum frá því sem var. Vægi ferðaþjónustu og hrávöru til útflutnings er mikið í landsframleiðslu og berskjaldað fyrir áhrifum heimsfaraldursins.

Alþingiskosningar í haust eru teknar sérstaklega fyrir í tilkynningunni þar sem litið er til þess að mögulegt sé að eftir þær taki við fjármálastefna sem geri ráð fyrir hægari niðurgreiðslu skulda. Mat fyrirtækisins er þó að breið pólitísk samstaða um að byggja upp viðnámsþrótt í opinberum fjármálum og mikil lækkun skuldahlutfalls árin 2011-2019 styðji við trúverðugleika í opinberum fjármálum til lengri tíma litið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK