YAY vex fiskur um hrygg

Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson hjá YAY, fyrirtæki …
Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson hjá YAY, fyrirtæki sem annast rafræn gjafabréf fyrir ýmis fyrirtæki. Ljósmynd/YAY

Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson hafa verið ráðin til YAY. Fyrirtækið er markaðstorg fyrir rafræn gjafabréf frá fjölda fyrirtækja í gegnum app sem nefnist YAY.

Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi vaxið mikið að undanförnu og hafi nú ráðið tvo nýja starfsmenn.

Björn Ingi starfaði áður hjá 365 og Vodafone á sölu- og þjónustusviði. Hann er með meistaragráðu í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigríður Inga starfaði áður sem markaðsfulltrúi á sölu- og markaðsdeild Reykjavik Excursions. Hún er með menntun í markaðssetningu og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík.

Sáu um ferðagjöfina

„Það hefur verið mikill vöxtur hjá YAY þrátt fyrir Covid-19. Við höfum aukið við okkur bæði viðskiptavinum og fyrirtækjum," segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY í tilkynningunni.

YAY hefur meðal annars séð um ferðagjöfina fyrir íslensk stjórnvöld, sem Íslendingar hafa nýtt sér á ferðalögum innanlands frá síðastliðnu sumri. Fyrirtækið YAY hefur vaxið mjög á stuttum tíma og selur nú gjafabréf frá yfir 140 fyrirtækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK