300 milljóna endurnýjun á Hellu

Samverk var stofnuð 1969 á Hellu. Sveinbjörn Jónsson er verkstjóri …
Samverk var stofnuð 1969 á Hellu. Sveinbjörn Jónsson er verkstjóri sérvinnslu

Glerverksmiðjan Samverk á Hellu hefur endurnýjað tækjabúnað sinn fyrir hátt í þrjú hundruð milljónir króna og er orðin ein fullkomnasta glerverksmiðja í Evrópu, að sögn Sveinbjörns Jónssonar, verkstjóra sérvinnslu. „Við erum komin með allar nýjustu græjurnar,“ segir Sveinbjörn í samtali við Morgunblaðið.

Samverk selur margs konar glervöru, þar á meðal hert gler, en það er notað í handrið og glerveggi meðal annars. „Við höfum nú gjörbreytt vinnubrögðunum við smíði á hertu gleri. Þannig höfum við minnkað alla handavinnu verulega og burð á milli véla.“

Skothelt gler

Sveinbjörn segir að árið í fyrra hafi verið gott, þrátt fyrir veiruna. „Það er alltaf verið að byggja. Við framleiðum gríðarlega mikið af gleri í þessar svalalokanir, eins og er til dæmis algengt á Hlíðarendareitnum.“ 

Auk herts glers, lamineraðs og venjulegs, tvöfalds rúðuglers hefur Samverk framleitt hljóðeinangrandi gler. En hefur fyrirtækið framleitt skothelt gler? „Ég hef búið til skothelt gler, sem virkaði vel. En það var feiknavesen. Þar þarf að setja saman mörg lög af gleri og filmum með ýmsum efnum á milli og svo er þetta límt saman í lofttæmingu og hita.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK