Erling til Deloitte á Íslandi

Erling Tómasson.
Erling Tómasson. Ljósmynd/Aðsend

Deloitte á Íslandi hefur nýlega gengið frá ráðningu Erlings Tómassonar en hann starfar hjá fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð. Erling hefur jafnframt verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte.

Erling mun starfa á sviði Fjármálaráðgjafar Deloitte á Íslandi. Erling mun meðal annars bera ábyrgð á áreiðanleikakönnunum og tengdri þjónustu við kaup- og söluferli (M&A Transaction Services), ásamt ráðgjöf vegna undirbúnings fyrir skráningu í kauphöll (IPO Readiness) og annarri þjónustu tengdri fjármálum og fjármögnun fyrirtækja að því er segir í fréttatilkynningu.

„Erling hefur umfangsmikla reynslu af bæði sænska og íslenska markaðnum. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri hjá Marine Jet Power AB, félags í eigu fjárfestingarsjóðsins Verdane Capital, og hjá C-RAD AB en þar vann hann meðal annars að skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq.

Áður en Erling flutti til Svíþjóðar stýrði hann áreiðanleikakönnunum hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte á Íslandi. Hann hóf störf á endurskoðunarsviði Deloitte árið 2000, hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2005 og leiddi IFRS-sérfræðihóp Deloitte um árabil. Þá var Erling tekinn inn í eigendahóp Deloitte árið 2007 og starfaði við fjármálaráðgjöf þar til hann lagði land undir fót árið 2012 og flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK