Koma Air France til bjargar

AFP

Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun ríkisstjórnar Frakklands um að veita flugfélaginu Air France fjórar milljónir evra í ríkisaðstoð. Ástæðan er erfið staða flugfélagsins vegna Covid-19.

Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segir að Air France muni á móti afsala sér 18 afgreiðslutímum á Orly-flugvellinum í París á dag til að tryggja jafna samkeppni. Það veiti keppinautum flugfélagsins færi á að auka viðskipti sín á flugvellinum og þar með tryggja verðsamkeppni og fjölga möguleikum fyrir evrópska neytendur segir Margrethe Vestager sem fer með samkeppnismál innan framkvæmdastjórnar ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK