Kaupverð Domino's 2,4 milljarðar

Birgir Þór Bieltvedt fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur keypt …
Birgir Þór Bieltvedt fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur keypt Domino's á Íslandi af breska félaginu Domino's Group. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestingahópur undir forystu Birgis Þórs Bielveldt greiddi 2,4 milljarða króna fyrir skyndibitakeðjuna Domino's. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seljandanum, breska félaginu Domino's Pizza Group, til Kauphallarinnar í London. Markaðurinn greinir fyrstur frá.

Fjárfestingarhópurinn samanstendur af Eyju, félagi Birgis, Sjávarsýn, í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristni í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, og Lýsi.

Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. Kaupverð fékkst þá ekki uppgefið en félagið metið á 2,5 milljarða.

Birgir ræddi kaupin í Dagmálum, fréttaþætti Morgunblaðsins, í síðustu viku. Þar sagði hann meðal annars frá því að fulltrúar breska félagsins hefðu óskað eftir því að Birgir kæmi að borðinu og keypti félagið.

Hann hafði selt breska félaginu íslenska hluta Domino's í tvennu lagi árin 2016 og 2017 fyrir um 8,4 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK