Skuldabréfafjárfestingar dottnar úr tísku á árinu

Segja má að skuldabréfafjárfestingar hafi að einhverju leyti dottið úr tísku á þessu ári, að mati Agnars Tómasar Möller, sjóðstjóra hjá Kviku eignastýringu. Hann segir að fé leiti nú í meira mæli inn í hlutabréfasjóði þar sem fólk sjái meiri möguleika til ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem til staðar er í dag. Hann segir að þetta sé að gerast bæði hér á landi og ekki síður í útlöndum.

„Ávöxtun bandarísku skuldabréfavísitölunnar á fyrsta fjórðungi þessa árs var neikvæð um 4% og var sú versta síðan árið 1980. Skuldabréfamarkaðir eru því minna í tísku á nýju ári eftir mjög góða ávöxtun skuldabréfa í fyrra og við sjáum það smitast til Íslands líka. Sumir fjárfestar og greinendur vilja meina að 40 ára kaupendamarkaður í skuldabréfum sé að líða undir lok nú þegar við sjáum fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum,“ segir Agnar Tómas í samtali við ViðskiptaMoggann.

Grafík/mbl.is

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd yfir þróun á flæði í sjóði var sterkt innflæði í hlutabréfasjóði í febrúar sl. líkt og í desember 2020. Innflæði nam 4,7 milljörðum króna í hlutabréfasjóði í febrúar og það sem af er ári nemur innflæðið 7,6 milljörðum króna. Það er meira en kom inn nettó allt síðasta ár.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK