Stellan lækkar í apríl

Verðið á Stellu Artois hefur verið lækkað fyrir aprílmánuð.
Verðið á Stellu Artois hefur verið lækkað fyrir aprílmánuð.

„Við viljum fagna vorinu og komu sumarsins með því að lækka verðið og gleðja landsmenn á þessum skrýtnu tímum,“ segir Halldór Ægir Halldórsson, vörumerkjastjóri Stella Artois, en bjórinn verður seldur á stórlækkuðu verði í verslunum Vínbúðanna út aprílmánuð. Nemur verðlækkunin allt að 31%.

Í verðlækkuninni felst að 330 millilítra flaska af Stellu, sem jafnan er sú vinsælasta í sölu, var áður á 369 kr. en fæst núna á 269 kr. Að sama skapi lækkar 330 ml dós úr 359 krónum niður í 249 krónur og 440 millilítra dósin kostar nú 299 krónur í stað 409 króna áður. 

Halldór segir í samtali við mbl.is að verðið hafi áður verið lækkað við sérstök tilefni, og að viðbrögð landsmanna hafi þá ekki látið á sér standa. Tekur hann því sérstaklega fram að nægar birgðir eru til af Stella Artois í öllum stærðum og gerðum, og því engin þörf á að hlaupa til strax. „Við höfum aldrei verið jafn vel undirbúin fyrir verðlækkunina og nú,“ segir Halldór. 

Hann vill jafnframt hvetja fólk til að aðstoða við að dreifa álaginu í verslunum Vínbúðanna. „Til dæmis með því að leggja leið sína þangað jafnvel fyrri hluta vikunnar eða fyrri hluta dags þegar almennt er minna að gera, ef fólk hefur tök á því,“ segir hann og minnir á að sömu fjöldatakmarkanir gildi um verslanir Vínbúðarinnar og aðrar matvöruverslanir, þ.e. fimm manns á hverja 10 fermetra og aldrei fleiri en 100 viðskiptavinir í einu að hámarki, svo lengi sem hægt sé að tryggja tveggja metra regluna. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem verðið er lækkað, …
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem verðið er lækkað, og kláruðust þá birgðirnar fljótt. Sú staða á hins vegar ekki að koma upp núna.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK