Þúsund milljarðar á átján mánuðum

Eignir sjóðanna hafa aldrei verið meiri að vöxtum.
Eignir sjóðanna hafa aldrei verið meiri að vöxtum. mbl.is/Golli

Eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 5.818 milljörðum króna í lok febrúar og höfðu vaxið um liðlega 52,4 milljarða frá fyrri mánuði. Á síðustu átján mánuðum hafa eignir sjóðanna vaxið um ríflega 1.000 milljarða króna. Jafngildir það því að kerfið hafi vaxið um ríflega fimmtung á þessum tíma.

Erlendar eignir sjóðanna hafa vaxið meira en hinar innlendu á síðasta eina og hálfa árinu. Þannig nemur vöxtur erlendu eignanna 558,4 milljörðum króna en innlendu eignanna 449 milljörðum króna. Þetta gerist jafnvel þótt hlutfall innlendra eigna af safni sjóðanna sé enn talsvert stærra en hinna erlendu.

Í lok síðasta mánaðar var hlutfall innlendu eignanna 66,5% af heildarsafni þeirra en hlutfall erlendu eignanna 33,5%. Sé litið til einstakra eignaflokka sjóðanna stóðu innlend markaðsskuldabréf í 2.123 milljörðum króna og hlutabréf og hlutdeildarskírteini innanlands námu 934 milljörðum. Erlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini stóðu undir 1.892 milljörðum króna og erlend markaðsskuldabréf stóðu í 8,3 milljörðum. Langstærstur hluti eigna lífeyrissjóðanna tilheyrir svokölluðum samtryggingardeildum eða 5.213 milljarðar. Séreignardeildirnar hafa yfir að ráða 605 milljörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK