Magnús Hafliðason nýr forstjóri Domino's

Magnús Hafliðason, nýr forstjóri Domino’s Pizza á Íslandi.
Magnús Hafliðason, nýr forstjóri Domino’s Pizza á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn forstjóri Domino's Pizza á Íslandi, en hann mun taka við starfinu af Birgi Erni Birgissyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá því árið 2011. Magnús hefur 16 ára starfsreynslu hjá Domino's, bæði hér heima og erlendis, en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 sem sendill.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Magnús hafi m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Domino's í Danmörku 2006-2007, rekstrar- og markaðsstjóri á Íslandi 2011-2014, framkvæmdastjóri Domino's í Noregi 2014-2017 og sérfræðingur í rekstrar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Domino's Pizza Group á árunum 2018-2019. 

Birgir Bieltvedt leiddi hóp fjárfesta sem keyptu fyrirtækið nýlega af breska félaginu Domino's Pizza Group. Var reksturinn keyptur á 2,4 milljarða, en Birgir hafði áður selt Domino's á Íslandi til breska félagsins á árunum 2016 og 2017 fyrir 8,4 milljarða.

Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að Magnús þekki félagið og sögu þess mjög vel og sé þaulvanur bæði rekstrar- og markaðsmálum.

Magnús er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og starfar í dag sem forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Sýnar og mun sinna því starfi þar til nýr aðili hefur verið ráðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK