Erla Sylvía nýr mannauðsstjóri Valitors

Erla Sylvía Guðjónsdóttir, nýr mannauðsstjóri Valitors.
Erla Sylvía Guðjónsdóttir, nýr mannauðsstjóri Valitors. Ljósmynd/Aðsend

Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Valitors, en hún mun bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu. Erla Sylvía hefur starfað hjá Valitor frá árinu 2018 sem sérfræðingur á mannauðssviði.

Frá 2014 til 2018 starfaði hún sem gæða- og mannauðsstjóri hjá Bílaumboðinu Öskju og frá 2009 til 2014 sem fjármálaráðgjafi hjá umboðsmanni skuldara.

Erla Sylvía er með M.Sc.-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla og á einnig að baki nám í mannauðsstjórnun við CBS í Kaupmannahöfn. Þá hefur Erla Sylvía lokið stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Háskólanum í Reykjavík sem og jógakennaranámi.

Hjá Valitor starfa í dag rúmlega 200 manns. Höfuðstöðvar eru á Íslandi, en félagið er einnig með starfsstöð í Bretlandi og nær starfsemin til 28 landa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK