Tesla afhenti rúmlega 200 þúsund bíla

Tesla.
Tesla. AFP

Tesla sló met á öðrum ársfjórðungi í afhendingu á bílum sínum. 201.250 bílar voru afhentir en metið var síðast slegið í janúar.

Ford tilkynnti einnig fleiri selda bíla þrátt fyrir skort á örgjörvum á heimsvísu.

Elon Musk, forstjóri Teslu, fagnaði áfanganum en örgjörvaskorturinn hefur leikið fyrirtækið grátt og önnur vandamál í birgðakeðjunni hafa gert fyrirtækinu erfitt fyrir að auka framleiðsluna.

„Til hamingju starfsmenn Teslu, yfir 200 þúsund bílar smíðaðir og afhentir á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir mikið af áskorunum,“ segir Musk á Twitter.

Á sama tíma tilkynnti Ford meiri sölu í Bandaríkjunum en á síðasta ársfjórðungi. Sölutölur í öðrum ársfjórðungi voru tíu prósent hærri en á sama fjórðungi síðasta árs.

Aftur á móti hefur sala dregist saman um 27% frá júní á síðasta ári og dróst salan einnig saman í maí og apríl.

Örgjörvaskortur hefur hamlað framleiðslu

Sölutölur Ford sýna fram á mikinn samdrátt í sölu á vinsælasta bílnum þeirra, Ford F-150, en örgjörvaskorturinn hefur hamlað framleiðslu bílsins og því hafa færri selst.

Ef horft er á björtu hliðarnar hefur minni birgðastaða leitt til hærra verðlags og meðaleyðsla viðskiptavina aukist um 6.400 bandaríkjadali frá því í fyrra.

Hlutabréf í Teslu og Ford hækkuðu þó aðeins um 0,1% í dag við fréttirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK