Stendur nú undir stækkun

Play er meðal flugfélaga á Keflavíkurflugvelli.
Play er meðal flugfélaga á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Unnur Karen

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir að með því að yfir tíu þúsund farþegar séu farnir að koma dag hvern á Keflavíkurflugvöll sé umferðin aftur farin að standa undir stækkun flugvallarins.

Hann segir aðspurður að til samanburðar hafi 10-20 þúsund farþegar farið um flugstöðina að meðaltali dag hvern í janúar á árunum 2017 til 2019. Því sé fjöldi farþega á flugvellinum farinn að nálgast fjöldann á rólegum vetrarmánuðum.

Alls tuttugu flugfélög hafa hafið flug til Keflavíkurflugvallar. „Markmiðið var að fá sem flest flugfélög til að hefja aftur flug til Íslands, í stað þess að leggja aðaláherslu á að þau ættu að vera með sama framboð af sætum og áður,“ segir Guðmundur Daði í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag. baldura@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK