Einn af höfuðpaurum stórs skattasvikamáls handtekinn

Skattsvikamálið kostaði ríkissjóði Evrópu milljarða evra.
Skattsvikamálið kostaði ríkissjóði Evrópu milljarða evra.

Þýski lögfræðingurinn Hanno Berger, sem var einn af höfuðpaurum eins stærsta skattsvikamáls sem upp hefur komið í Evrópu, hefur verið handtekinn. 

Berger var milliliður fjárfesta sem tóku þátt í hinum svokölluðu „cum-ex-gjörningum“ sem kostuðu ríkissjóði Evrópu milljarða evra. Umfang málsins er gríðarlegt og tekur til fjölda Evrópulanda og margra af stærstu bönkum heims svo sem Barclays, Merrill Lynch, JP Morgan, Morgan Stanley og Deutsche Bank.

Fjárfestarnir nýttu sér gloppur í skatta- og hlutafélagalöggjöfum til þess að ná umfangsmiklum fjármunum úr ríkiskössum Þýskalands, Danmerkur, Belgíu, Frakklands og Ítalíu. Alþjóðlegur hópur blaðamanna afhjúpaði svikin árið 2017.

Berger var handtekinn í Sviss eftir að þýska ríkið gaf út handtökuskipun á hendur honum. Verði Berger fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi. Um 100 manns hafa nú þegar verið ákærðir vegna svikanna, þar á meðal bankastarfsmenn, verðbréfasalar, lögfræðingar og fjármálaráðgjafar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK