Styrkja átta nýsköpunarverkefni í matvælaiðnaði

Átta frumkvöðlafyrirtækja fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum Uppsprettunni.
Átta frumkvöðlafyrirtækja fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum Uppsprettunni. Ljósmynd/Aðsend

Hagar munu veita átta frumkvöðlafyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljónir króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hagar stofnuðu í apríl nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna sem ætlaður er til stuðnings við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrk taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar að verðmæti 11 milljónir króna.

„Nafnið Uppsprettan er táknrænt fyrir þetta hlutverk sjóðsins, að styðja við góðar hugmyndir, vökva þær til vaxtar og tryggja það að sprotinn geti vaxið og dafnað til framtíðar,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, í tilkynningunni. 

Verkefnin sem hljóta styrk eru The Optimistic Food Group, Responsible Foods, Vegangerðin, Kokteilaskólinn, Plantbase Iceland, Livefood ehf., Grásteinn og Praks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK