„Þetta er mikil hvatning“

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er í línu við það sem við höfum skynjað um þann gríðarlega áhuga sem er á félaginu,“ segir Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play, í samtali við mbl.is um gott gengi hlutabréfaverðs flugfélagsins í Kauphöllinni í dag. „Þetta er mikil hvatning.“

Viðskipti með bréf félagsins námu um 800 milljónum króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni. Birgir segir augljóst að almenningur vilji taka þátt í ferðaþjónustunni og í uppbyggingu hennar og efnahagslífsins. „Við erum mjög vel tímasett í að bjóða fólki í þá vegferð.“

„Erum ekki að hlaupa út undan okkur“

Verð á hlut endaði í 24,6 krónum og var fjöldi viðskipta 459 sem er meira en samanlögð önnur viðskipti í Kauphöllinni í dag.

Munuð þið auka umfang ykkar í kjölfar þessa áhuga?

„Við höldum bara okkar plani og ég held að það sé það sem fólk er að kveikja á, að við gerum þetta bara á okkar skynsamlega hraða. Við erum ekki að hlaupa út undan okkur og höldum okkar áætlunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK