Straumlausar stöðvar

Hleðslustöðvar ON standa ónothæfar í borginni.
Hleðslustöðvar ON standa ónothæfar í borginni. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

ON og Reykjavíkurborg bíða enn eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um frestun réttaráhrifa úrskurðar um ógildingu samnings milli aðilanna tveggja. Kærunefndinni barst einnig ósk um endurupptöku málsins þar sem athugasemdir voru gerðar við forsendur ákvörðunarinnar.

Málið varðar útboð sem Reykjavíkurborg hélt um rekstur hleðslustöðva á nánar tilgreindum bílastæðum víðsvegar um borgina. Orka náttúrunnar bauð best og síðan þá hefur félagið sett upp fjölda stöðva á grundvelli samnings þar um. Kærunefnd útboðsmála barst kvörtun um útboðið þar sem það var sagt hafa brotið í bága við EES-rétt og fleiri reglur. Kærunefndin féllst á það og hefur ógilt samninginn og gert borginni að greiða sektir. ON hefur síðan þá rofið strauminn til stöðvanna.

ON og borgin bíða átekta

Breki Logason, forstöðumaður samskiptasviðs OR, segir Orku náttúrunnar bíða átekta en vonast til þess að úrskurðurinn verði endurskoðaður og þjónusta hleðslustöðvanna hefjist að nýju. Það sé hagur allra að hleðslustöðvarnar komist í gagnið.

Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, er á sama máli: „Við viljum koma þessu upp sem allra, allra fyrst og fá þetta í notkun. Skyldur sveitarfélagsins eru helst að þjónusta þá sem ekki eiga lóð til að hlaða. Þar þurfum við náttúrlega að byggja upp aðstöðu þannig að þessir aðilar geti farið í orkuskipti, það er það sem við erum að fókusa á með þessum tuttugu stöðvum á ári.“

Fari svo að kærunefndin fresti ekki réttaráhrifum úrskurðarins né taki málið upp að nýju yrði Reykjavíkurborg að ráðast í nýtt útboð. Guðmundur segir það ekki vænlegan kost: „Það tekur náttúrlega svolítinn tíma að bjóða út og semja við nýja aðila. Ef það kemur nýr aðili að verkinu þarf náttúrlega að rífa allt í burtu og setja upp nýtt, í síðasta útboði veittum við fjóra mánuði til þess að setja upp búnað.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 10. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK