144 milljóna króna tap en spá hagnaði að ári

Norðursigling á Húsavík.
Norðursigling á Húsavík. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson

Norðursigling sem rekur meðal annars umhverfisvæna hvalaskoðun á Húsavík, skilaði tekjum upp á 171 milljón króna í fyrra samanborið við rúmlega 657 milljónir króna 2019. Tap fyrirtækisins nam tæplega 144 milljónum króna en rekstrartap félagsins, EBITDA, nam 45 þúsund krónum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sitt mark á afkomu ársins en fyrirtækið nýtti úrræði stjórnvalda og greip til viðtækra hagræðingaraðgerða.

Til dæmis seldi fyrirtækið sinn hlut í Sjóböðunum á Húsavíka í byrjun árs og mun salan hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir að afkoma batni á þessu ári og að fyrirtækið nái hagnaði á næsta ári.

Eignir félagsins námu rúmlega 1,4 milljörðum í árslok 2020 og var eigið fé rúmlega 140 milljónir sem er töluverð lækkun síðan í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK