Minna tap þrátt fyrir veiru

Höfuðstöðvar Árvakurs eru í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Árvakurs eru í Hádegismóum. mbl.is/Golli

Árvakur hf. tapaði 75 milljónum króna í fyrra, sem er mun minna tap en árið 2019 þegar tapið nam 210 milljónum króna. Árvakur hf. gefur meðal annars út Morgunblaðið og mbl.is og rekur útvarpsstöðina K100 og hafði kórónuveirufaraldurinn mikil áhrif á auglýsingatekjur félagsins í fyrra.

„Undanfarin ár hafa verið afar erfið fjölmiðlum eins og þekkt er, meðal annars af umræðu um rekstrarumhverfi þeirra og ríkisstyrki. Árið í fyrra var mikið viðbótarhögg fyrir tekjur fjölmiðla þar sem verulegur samdráttur var á auglýsingamarkaðnum í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri.

„Ástæða þess að reksturinn hélt engu að síður áfram að batna á milli ára hjá Árvakri er að á síðustu árum hefur verið gripið til mjög veigamikilla hagræðingaraðgerða sem skiptu sköpum þegar höggið vegna kórónuveirunnar skall á.“

Þórsmörk ehf. er aðaleigandi Árvakurs hf. og var samstæða Þórsmerkur ehf. rekin með 62 milljóna króna tapi í fyrra, sem er umtalsverður rekstrarbati frá árinu 2019 þegar tapið nam 293 milljónum. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, EBITDA, nam 190 milljónum króna í fyrra, en EBITDA var neikvæð um 49 milljónir árið 2019.

„Þrátt fyrir mikinn hallarekstur síðustu ára er jákvætt að sjá að þróunin hefur verið í rétta átt. Þá er ánægjulegt að í gegnum þrengingar í rekstri hefur tekist að halda fjölmiðlum Árvakurs öflugum og í raun einstökum á íslenskan mælikvarða. Ekkert annað fjölmiðlafyrirtæki býður upp á þau gæði og breidd í efnisframboði sem Árvakur gerir í gegnum miðla sína. Það sýnir styrk Árvakurs að hafa þrátt fyrir erfiðleika síðustu missera og ára ekki aðeins getað haldið í horfinu heldur einnig haldið áfram að byggja upp nýja miðla og aukið efnisframboð, bæði fyrir áskrifendur og aðra notendur miðlanna,“ segir Haraldur Johannessen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK