Valitor snýr tapi í hagnað

Herdís Fjeldsted er forstjóri Valitor.
Herdís Fjeldsted er forstjóri Valitor. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska kortafyrirtækið Valitor, sem nýverið var selt til Rapyd, skilaði 19,9 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Tap yfir sama tímabil í fyrra nam 560 milljónum króna.

Heildartekjur félagsins drógust saman frá fyrra ári um 2% og námu 6,7 milljörðum. Þjónustutekjur jukust um 5% og námu 5,7 milljörðum. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir nam 14 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 965 milljóna tap yfir sama tímabil í fyrra.

Rekstrarkostnaður félagsins nam 2,4 milljörðum og dróst saman um 1,2 milljarða milli ára. Munar þar mestu um launakostnað að sögn fyrirtækisins en hann dróst saman um 576 milljónir og annar rekstrarkostnaður dróst saman um 553 milljónir.

„Ljóst er að aukin skilvirkni, samþætting grunnkerfa, hagræðingar í húsnæðismálum og aðrar hagræðingar er að skila sér í betri afkomu félagsins. Handbært fé í lok tímabilsins nam 19,3 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Arion banki seldi Valitor til Rapyd þann 1. júlí síðastliðinn á 12,3 milljarða króna. Bankinn gerir ráð fyrir því að færa 3,5 milljarða króna til tekna vegna sölunnar. Salan býður enn samþykkis Fjármálaeftirlits og Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK