Hagnaður Íslandssjóða 461 milljón

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir að fyrri hluti ársins …
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir að fyrri hluti ársins hafi einkennst af afar góðri ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði Haraldur Jónasson/Hari

Sjóðastýringafélagið Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, hagnaðist um 466 m. kr. á fyrri helmingi ársins samanborið við 169 m. kr. hagnað á sama tíma á síðasta ári. Aukningin nemur 176%. Eignir Íslandssjóða jukust einnig milli ára. Þær eru nú tæpir 2,4 ma. kr. en í lok síðasta árs voru þær rúmlega 2,2 ma. kr. Eigið fé fyrirtækisins dróst lítillega saman milli tímabila. Það var 1.963 m. kr. í lok fyrri árshelmings en var 1.979 m. kr. í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall Íslandssjóða er 50,5%.

Eins og fram kemur í árshlutareikningi voru 22 verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir í rekstri hjá félaginu í lok júní og nam hrein eign þeirra 216 milljörðum króna samanborið við 200 ma. kr. í árslok 2020.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK