Veltan vel á annan milljarð

Skólamatur sérhæfir sig í ferskum og hollum mat fyrir skólabörn.
Skólamatur sérhæfir sig í ferskum og hollum mat fyrir skólabörn.

„Skólaárið fer mjög vel af stað og það eru mörg spennandi verkefni á okkar borði,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Svokallaðar afleysingar í leik- og grunnskólum eru nú orðnar um 10% af starfsemi Skólamatar að sögn Jóns. Þar er um að ræða tímabundna þjónustu til aðila sem þurfa að manna eldhús tímabundið, annaðhvort vegna veikinda eða forfalla starfsfólks, eða vandamála með eldhús eða húsnæði.

Jón Axelsson segir að starfsemi Skólamatar hafi tvöfaldast frá árinu …
Jón Axelsson segir að starfsemi Skólamatar hafi tvöfaldast frá árinu 2017.

Jón segir að starfsemi Skólamatar hafi tvöfaldast frá árinu 2017. Félagið var rekið með tæplega 17 m.kr. hagnaði á síðasta ári og dróst afkoman saman um 75% milli ára. Fyrirtækið hagnaðist um 66 m.kr. árið á undan. Veltan jókst hins vegar um nærri sjö prósent milli ára og var tæplega 1,4 milljarðar á síðasta ári.

Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar.
Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar.

Tekjuaukningu síðustu missera rekur Jón bæði til afleysinganna, en einnig til nýrra samninga, til dæmis við grunnskólann á Seltjarnarnesi. Þá hefur leikskólum fjölgað mikið í viðskiptavinahópnum. „Svo erum við nýbúin að fá nýtt verkefni í Mosfellsbæ en þar er verið að skipta upp eldri og yngri deild í grunnskólanum og báðar deildir þurfa sitt eldhús. Við munum brúa bilið tímabundið en bærinn mun svo bjóða út þjónustuna.“

Innri vöxtur í skólum hefur einnig verið mikill. „Þeim fjölgar stöðugt sem velja að borða hjá okkur í stað þess að taka nesti að heiman. Svo sjáum við líka mikla aukningu hjá unglingum sem fá mat hjá okkur í stað þess að fara út í sjoppu í frímínútum.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK